- Advertisement -

Fylgi Sjálfstæðisflokksins þá og nú

Það er því heilt ár sem Píratar voru meira yfir Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingin er nú, og fyrir skömmu síðan.

Gunnar Smári.

Gunnar Smári skrifaði:

Eiríkur Bergmann sagði á Bylgjunni að það væri einsdæmi að flokkurinn færi jafn mikið yfir Sjálfstæðisflokkinn og Samfylkingin mældist nú hjá Maskínu, en þar er Samfylkingin 7 prósentum yfir Sjálfstæðisflokki.Þegar Píratar fóru yfir Sjálfstæðisflokkinn í apríl 2015 var munurinn 7 prósentur í fyrstu mælingu. Síðan héldust Píratar í 10 til 14 prósentum yfir Sjálfstæðisflokknum allt þar til munurinn féll niður í 3 prósentur um miðjan apríl 2016 og í lok mánaðarins féllu Píratar niður fyrir Sjálfstæðisflokk.

Það er því heilt ár sem Píratar voru meira yfir Sjálfstæðisflokknum en Samfylkingin er nú, og fyrir skömmu síðan.

Þetta ris Pírata í apríl 2015 og það að þeir misstu byrinn í apríl 2016 er rannsóknarefni. Þegar ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins sendi bréf til Evrópusambandsins um miðjan mars 2015 og dró umsókn Íslands um aðild að sambandinu til baka var pólitískur órói og mótmæli. Við þetta rót missti ríkisstjórnin stuðning en það sem var sérstakara var að fylgi Samfylkingarinnar, sem var einarður Evrópuflokkur, féll en fylgi Pírata jókst hratt og skyndilega. Kveikjan að óróanum var því alls ekki á kjörlendi Pírata.

Ári síðar opnuðust Panamaskjölin með hvelli og afhjúpuðu spillingu stjórnvalda, mál sem ætla mætti að væri einmitt á heimavelli Pírata. Þá gerðist það undarlega, fylgi Pírata féll. Stuttu síðar var Viðreisn stofnuðu og fór að mælast vel í könnunum. Og fylgi Vg jókst.

Fylgi Vg hélt áfram að aukast eftir kosningarnar 2017 og fór upp í 24%, en hæst mældist fylgi Vg eftir Hrun, 32% í nóvember 2008. Samfylkingin mældist sterkust í febrúar 2008, þegar flokkurinn var í stjórn á leið að Hruni, 35%. Píratar fóru hæst í 36% í mars 2016, aðeins korteri fyrir opnun Panama-skjalanna. Framsókn hefur farið hæst í 28%, í apríl 2013 í kjölfar Icesave-dóms EFTA-dómstólsins. Eftir Hrun toppaði Sjálfstæðisflokkurinn í 39% í maí 2012.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: