Mannlíf

Futti fyrirlesturinn allsber ofan í tunnu

By Ritstjórn

September 13, 2020

Sveinseyrarpóstur Sigurðar G. Tómassonar:

Gísli Halldórsson leikari er einhver mesti snillingur sem við Íslendingar höfum notið. Lestur hans á sögum var stórkostlegur. Einna minnisstæðast er mér þó guðfræðilegur fyrirlestur hans, á sviðinu í Iðnó, í verki Dario Fo, Þjófar, lík og falar konur.  Hann flutti fyrirlesturinn allsber ofan í tunnu.

Það eru ekki tilraunir sem nú fara fram á bóluefni hjá Astra-Zeneca.  Þetta eru prófanir.

Alltaf er verið að segja frá því að fólk hafi verið handtekið í annarlegu ástandi. Nú síðast kona vegna líkamsárásar og eignaspjalla. Maðurinn sem réðist á mig í vor og olli áfalli hjá mér og heimsókn á bráðadeild var ekki handtekinn. Hugsa að það hafi verið vegna þess að hann er alltaf í annarlegu ástandi.