Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, Birgir Ármannsson, sagði framgöngu þingmanna stjórnarandstöðu, þegar þeir kvarta undan fjarveru þimgmanna Bjartrar framtíðar og Viðreisnar við sérstakar umræður, vera furðulegustu fýlubombu sem hann muni eftir.
Birgi var sýnilega misboðið með hver umræðan var við upphaf þingfundar í dag.
Nokkrir þingmenn komu í ræðustól og lýstu vonbrigðum með að fleiri stjórnarþingmenn hafi ekki rætt um skýrslurnar tvær, sem einmitt voru ræddar drjúgan tíma af þingfundi gærdagsins.
„Ég hef séð það verra og hef þó aðeins verið á þingi í eitt og hálft ár,“ sagði Ásta Guðrún Helgadóttir og frábað sér að þingmenn væru með fýlubombu.