- Advertisement -

Furðuleg ást fólks á Icelandair

Gunnar Smári skrifar:

Það eina góða við Icelandair voru flugfreyjurnar og -þjónarnir, hjálpsamt fólk, hlýlegt, brosmilt og yfirlætislaust.

Ég á erfitt með að tengja við ást fólks á Icelandair. Ég man ekki betur en að flugvélarnar séu gamlar, oft á eftir áætlun, sætin þröng, afþreyingarefnið gamalt og fábreytt, maturinn vondur, fargjaldið dýrt og hrokinn í yfirstjórninni yfirgengilegur. Það eina góða við Icelandair voru flugfreyjurnar og -þjónarnir, hjálpsamt fólk, hlýlegt, brosmilt og yfirlætislaust.

En á sama tíma og stjórnendur Icelandair bugta sig fyrir lánardrottnum félagsins og birgjum þá hafa þeir ráðist akkúrat á það starfsfólk sem eru það eina góða við þetta fyrirtæki, brotið lög á því, rekið það í miðri kjaradeilu, hótað því og svínbeygt til að geta haft af því fé til að færa lánardrottnunum. Þið afsakið, en ég ber akkúrat enga virðingu fyrir þessum stjórnendum og plönum þeirra, ef það var einhvern tímann tilefni til að virða Icelandair þá er sá tími liðinn. Fólk sem segist vilja félaginu vel hlýtur að halda með Darth Vader í Star Wars.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: