- Advertisement -

Fullveldi hinna fáu en ekki fjöldans

Gunnar Smári Egilsson.

Gunnar Smári skrifar: Fullveldisafmælið er náttúrlega kjörið tilefni til að ræða um hvar völdin liggja í samfélaginu. Stjórnmálaelítan bauð upp á Þingvallafund í sumar og 1. desember býður hún almenningi að koma niður á þing og skoða vinnustaðinn sinn. Er ekki eitthvað bogið við þjóð sem heldur svona upp á fullveldi sitt? Það er eins og stjórnmálaelítan og valdastéttin hafa gripið fullveldið, að þetta sé fullveldi hinna fáu en ekki fjöldans. Væri kannski lag að halda baráttufund og fullveldisfögnuð fjöldans 1. desember? Og skilja elítuna eftir með sinn fögnuð, yfir sjálfum sér?


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: