- Advertisement -

Frumvarp Þórdísar fer gegn stjórnrskrá

Jón Steinar Gunnlaugsson skrifaði:

„Ég tel að íslenska lögfræðinga greini ekki á um að Ísland sé fullvalda ríki en svo nefnist ríki sem fer með æðsta vald í eigin málefnum, hvort sem er lagasetning, stjórnsýsla eða dómsýsla. Þetta felst í 2. gr. stjórnarskrárinnar og fleiri ákvæðum sem árétta þetta,“ skrifar Jón Steinar.

Nú flytur ríkisstjórnin frumvarp til almennra laga með svofelldum texta:

„Ef skýrt og óskilyrt lagaákvæði sem réttilega innleiðir skuldbindingu samkvæmt EES-samningnum er ósamrýmanlegt öðru almennu lagaákvæði skal hið fyrrnefnda ganga framar nema Alþingi hafi mælt fyrir um annað. Sama á við um skuldbindingar sem eru innleiddar með stjórnvaldsfyrirmælum.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

…lagasetningarvaldið er í þessum tilvikum tekið úr höndum íslenska löggjafans (Alþingis)…

Við lagasetningu hér á landi gildir vitaskuld sú regla að yngri lög skuli ganga fyrir þeim eldri. Sé ekki efnislegt samræmi milli eldri laga og yngri skulu þau yngri gilda.

Hér virðist vera gert ráð fyrir að skuldbindingar samkvæmt EES- samningnum, sem ekki hafa verið leiddar í lög hér á landi, heldur aðeins með stjórnvaldsfyrirmælum, skuli ganga framar yngri almennum lagafyrirmælum ef ekki er efnislegt samræmi. Í þessu felst í reynd að lagasetningarvaldið er í þessum tilvikum tekið úr höndum íslenska löggjafans (Alþingis) og fengið í hendur erlendum aðila sem ákveður efni skuldbindinga samkvæmt EES-samningnum.

Að mínum dómi er ljóst að efni fyrrgreinds frumvarps stenst ekki fullveldisrétt þjóðarinnar sem allir virðast vera sammála um að felist í stjórnarskránni. Það er því ástæða til að benda ríkisstjórn Íslands á að ekki er unnt að samþykkja nefnt frumvarp sem lög í landinu nema fyrst hafi stjórnarskránni verið breytt í þá veru að heimila svona lagasetningu.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: