- Advertisement -

Frumvarp Lilju getur fækkað fjölmiðlum

ÓBK: „Það hljóm­ar þversagna­kennt, en sú hætta er raun­veru­lega fyr­ir hendi að fjöl­miðlaflór­an verði fá­tæk­ari eft­ir að rík­is­styrk­ir verða tekn­ir upp.“

„Í síðustu viku kynnti mennta­málaráðherra til­lög­ur um end­ur­greiðslur á hluta rit­stjórn­ar­kostnaðar einka­rek­inna fjöl­miðla. Frum­varpið hef­ur verið kynnt í sam­ráðsgátt stjórn­valda,“ skrifar Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í Mogga dagsins.

Hann segir í beinu framhaldi:

„Ég ef­ast ekki um að góður hug­ur ligg­ur að baki frum­varpi ráðherra og ein­læg­ur ásetn­ing­ur að grípa til aðgerða til styrkja sjálf­stæða fjöl­miðla. Frum­varpið nær því miður ekki til­gangi sín­um og geng­ur raun­ar þvert á hug­mynd­ir um að tryggja fjár­hags­legt sjálf­stæði fjöl­miðla. Fjöl­miðill sem bygg­ir til­veru sína á rík­is­styrkj­um, sem eru auk þess und­ir yf­ir­um­sjón rík­is­stofn­un­ar, get­ur aldrei tal­ist fjár­hags­lega sjálf­stæður.“

Grein Óla Björns sýnir að langt í frá er fullur stuðningur við frumvarpið innan ríkisstjórnarflokkanna. Óli Björn sér meira að segja þessa sviðsmynd:

„Þá eru lík­ur á því að styrkja­kerfið í ætt við það sem kynnt hef­ur verið, skekki sam­keppn­is­stöðu sjálf­stæðra fjöl­miðla þar sem þeir miðlar sem geta ekki upp­fyllt kröf­ur sem gerðar verða, standa hlut­falls­lega veik­ari að vígi gagn­vart öðrum. Það hljóm­ar þversagna­kennt, en sú hætta er raun­veru­lega fyr­ir hendi að fjöl­miðlaflór­an verði fá­tæk­ari eft­ir að rík­is­styrk­ir verða tekn­ir upp.“

Óli Björn, sem er helsti stjórnmálamaður Sjálfstæðisflokksins, leggur til að í stað þess að stofnað verði til nefndar og settar allskyns reglur sé heillavænlegra að lækka skatta á fjölmiðla:

„Ég hef varpað fram þeirri hug­mynd að af­nema virðis­auka­skatt af áskrift fjöl­miðla. Hug­mynd­in er langt í frá full­kom­in og helsti gall­inn er að stór hluti einka­rek­inna fjöl­miðla nýt­ur í engu slíkr­ar íviln­un­ar.

Nauðsyn­legt er að skattaí­viln­an­ir séu sam­ræmd­ar og gegn­sæj­ar. All­ir – í þessu til­felli einka­rekn­ir fjöl­miðlar – eiga að sitja við sama borð og fá hlut­falls­lega sömu íviln­un. Þetta er hægt með því að fella tryggingargjaldið niður. Með því næst hlut­falls­lega sama lækk­un á hvern fjöl­miðil miðað við launa­kostnað. Skattaí­viln­un­in er þannig byggð á rekstri ein­stakra fjöl­miðla. Hægt er að setja þak á íviln­un­ina þannig að hún nái aðeins til launa sem skatt­lögð eru í neðra þrepi tekju­skatts, en laun í efra þrepi beri tryggingargjaldið.

Með þessu verður eng­in nefnd eða op­in­ber stofn­un sem met­ur hvort um­sókn fjöl­miðils full­nægi til­tekn­um skil­yrðum held­ur er skatt­kerfið sniðið að rekstr­ar­formi hvers og eins fjöl­miðils án þess að um­sýslu­kostnaður stofn­ist af hálfu rík­is og fjöl­miðils við út­hlut­un fjár­muna.

Niður­fell­ing tryggingagjalds er leið til að rétta sjálf­stæðum fjöl­miðlum vopn þegar þeir reyna að verj­ast áhlaupi fíls­ins í stof­unni – Rík­is­út­varps­ins.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: