- Advertisement -

Frosti um söluna í Arion: Og forsætisráðherra Íslands fagnar

- Framsóknarmenn gagnrýnir vegna eigendaskipta á Arionbanka

„Forsætisráðherrann virðist samt ekki mjög upptekinn af slíkum smáatriðum, talar þess í stað um „tímamót“ og mikið „styrkleikamerki“.

„Forsætisráðherra Íslands segir það „sannarlega góðar fréttir“ að útlendingar fjárfesti í íslenskum banka og þar með einu stærsta og arðbærasta fyrirtæki landsins. Arion á hátt í þriðjung allra lána til íslenskra heimila og atvinnulífs. Þessi útlán eru verulega arðbær og hér eftir mun arðurinn af þeim að miklu leiti renna úr landi,“ skrifar Frosti Sigurjónsson, fyrrverandi formaður efnhags- og viðskiptanefndar Alþingis.

Bjarni Bene­dikts­son for­sæt­is­ráðherra sagði, í viðtali við mbl.is, það vera ánægju­leg­ar frétt­ir að er­lend­ir aðilar skuli koma með fjár­magn til lands­ins og fjár­festa í ís­lensk­um banka.

Frosti hefur á sama tíma áhyggjur að arðurinn muni renna úr landi.

„Forsætisráðherrann virðist samt ekki mjög upptekinn af slíkum smáatriðum, talar þess í stað um „tímamót“ og mikið „styrkleikamerki“.

„Það eru mjög mik­il tíma­mót að er­lend­ir aðilar vilji eign­ast hlut í ís­lensk­um banka og þetta er án efa ein­hver stærsta fjár­fest­ing er­lend­is frá í ís­lensku fjár­mála­kerfi fyrr og síðar,“ segir Bjarni.

Arðurinn úr landi

Ætla mætti af fagnaðarlátunum að erlendir aðilar væru að stofna hér nýjan banka til að efla samkeppni en svo er ekki. Þeir eru einfaldlega að kaupa hlutabréf á lágu verði og ætla sér að hámarka arðinn af þeim. Því meiri sem fákeppnin og gróðinn í bankarekstri þeim mun meiri arður. Tímamótin miklu felast því miður einungis í því að nú fer arðurinn af bankanum og þar með vaxtagreiðslum heimilanna að renna úr landi.“

Sýnir traust

Bjarni seg­ir, við mbl.is, að með kaup­um á hlut í Arionbanka sé ákveðnum tíma­mót­um náð í upp­gjöri við banka­hrunið 2008.

„Þetta sýn­ir ótví­rætt traust á aðstæðum hér­lend­is og það eru sann­ar­lega góðar frétt­ir ef hingað vilja koma öfl­ug­ir er­lend­ir aðilar sem eru til­bún­ir að ger­ast lang­tíma­fjár­fest­ar í ís­lensk­um fjár­mála­fyr­ir­tækj­um. Auðvitað á eft­ir að koma í ljós hvað þess­ir til­teknu aðilar eru að hugsa og hversu lengi þeir hafa hugsað sér að fjár­festa hér en viðskipt­in sem slík eru mikið styrk­leika­merki fyr­ir ís­lenskt efna­hags­líf,“ seg­ir Bjarni.

Spurður út í hvort aðkoma er­lendra aðila að Ari­on banka feli í sér trausts­yf­ir­lýs­ingu gagn­vart ís­lensku krón­unni seg­ist Bjarni ekki geta full­yrt nokkuð um það.

„Það er hins veg­ar ljóst að ís­lenska krón­an hef­ur ekki reynst fyr­ir­staða í þess­um viðskipt­um.“

„Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York.“

Merki um paranoju

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrum forsætisráðherra, skrifar á Facebook og segir þar meðal annars: „Vogunarsjóðir og sjálf erkitáknmynd alþjóða- fjármálakerfisins, Goldman Sachs, eignast Arionbanka (30%). Ríkisstjórnin algjörlega óundirbúin og stefnulaus um framtíð fjármálakerfisins. Hefur þó e.t.v. fengið að fylgjast með þessu á fundum í New York.

Fjármálaeftirlitið tók fram að yfirtaka vogunarsjóðanna á Lýsingu væri ekki fordæmisgefandi. Hvað nú?

Rennur þetta í gegn og klárast umræðulaust með samstilltum fréttatilkynningum eftir kvöldfréttir á sunnudegi?

Sumum hefur þótt það merki um „paranoju“ þegar bent er á að þessir aðilar beiti ýmsum ráðum til að hámarka hagsmuni sína á Íslandi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: