„Skuldir Félagsbústaða nema nú 45 milljörðum með óheyrilegum fjármagnskostnaði,“ segir Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, um stöu Félagsbústaða. Vigdís segir tímabært að breyta reikningsskilum og uppgjöri Félagsbústaða.
„Stórfelld hækkun fasteignaverðs í Reykjavík og þar með talið eignasafns Félagsbústaða er „froða“ í uppgjöri Reykjavíkur því samkvæmt stefnu meirihlutans stendur ekki til að selja íbúðir Félagsbústaða. Þvert á móti er bætt við eignasafnið til að halda áfram þeirri stöðu sem Félagsbústaðir gegna í uppgjörinu,“ segir Vigdís og leggur áherslu að núverandi uppgjörsregla gefi ekki glögga mynd af stöðunni.