Mynd: CDC/Unsplash.

Fréttir

Frjálshyggjumenn undirbúa mótmæli

By Ritstjórn

August 04, 2020

„Mér hef­ur fund­ist of hart gengið fram í sótt­kví­ar­mál­um hér á landi þar sem menn eru sett­ir í sótt­kví við minnsta til­efni. Ef þú tek­ur refs­i­stefnu gegn því að veikj­ast verður það til þess að fólk er lat­ara við að leita sér lækn­inga,“ seg­ir Jó­hann­es Loftsson, formaður Frjálshyggjufélagsins, í Moggaviðtali.

Mogginn segir hóp á veg­um Frjáls­hyggju­fé­lags­ins, undirbúa mót­mæli gegn sóttvarnaðgerðum stjórn­valda. Jó­hann­es formaður seg­ir að kveikj­an að þeim sé óánægja með íþyngj­andi inn­grip rík­is­valds­ins til að stemma stigu við út­breiðslu veirunn­ar. Stjórn­völd hafi ekki tekið nægi­legt til­lit til hag­kerf­is­ins og þegar upp er staðið verði það þjóðinni dýr­keypt­ara en að fara í hófstillt­ari aðgerðir.

Jóhannes segist andsnúinn öllu sam­komu­banni. „Það má ekki gleyma því að nú­ver­andi leið, að stoppa og loka næstu árin án þess að meta skaðann, hef­ur áhrif á hag­kerfið allt og þar með heil­brigðisþjón­ust­una næstu árin.“