Fjölmiðlar Frjáls verslun leiðréttir fréttir um að væntanlegum viðmælendum blaðsins hafi verið gert tilboð um að kaupa sig inn í blaðið, einsog til að mynda var sagt frá hér á Miðjunni fyrr í dag, þar sem vitnað var til skrifa Ásthildar Sturludóttur..
Benedikt Jóhannesson útgefandi hefur skrifað þeim sem fengu tölvupóst frá útgáfunni post þar sem segir meðal annars:
„Frjáls verslun hefur öll þau ár síðan ég tók við sem útgefandi og lengur haft þá meðvituðu stefnu að kynna konur í atvinnulífinu og þeirra störf. Við teljum að það sé nauðsynlegt til þess að hvetja konur til aukinnar þátttöku á þessu sviði þjóðlífsins að vekja athygli á þeim góða árangri sem konur ná í stjórnendastörfum, en þannig eru þær góðar fyrirmyndir annarra kvenna. Í þessu höfum við átt gott samstarf við konur í mörgum fyrirtækjum en einnig Félag kvenna í atvinnurekstri. Undanfarin ár höfum við gefið út sérstakt blað helgað konum í atvinnurekstri, þar sem við fjöllum um þær konur sem við teljum áhrifamiklar í viðskiptum og stjórnsýslu. Þar er líka fjallað um þróun á fjölda kvenna í stjórnunarstörfum, stjórnum og víðar. Við höfum fundið að þetta blað hefur mælst vel fyrir meðal kvenna
Við höfum í þessu blaði selt auglýsingar og sem kaupauka höfum við boðið fyrirtækjum kynningu á starfseminni eða einstökum deildum þar sem konur eru í forsvari.
Á póstinum sem sendur var síðastliðinn föstudag skildu sumir það svo, að verið væri að selja viðtöl eða sæti á listanum yfir áhrifamestu konurnar, en svo var auðvitað alls ekki og hefur aldrei hvarflað að okkur. Af tíu ára reynslu er vitað að slíkt er ekki í boði og gengi auðvitað ekki upp.
Ég vona að við þessi leiði misskilningur muni ekki setja skugga á samstarf okkar í framtíðinni. Við munum að sjálfsögðu halda áfram að segja frá góðu starfi kvenna í fyrirtækjum og stofnunum um land allt.“