- Advertisement -

Frjáls aðferð heimiluð gegn Jóni Steinari?

Spurn­ing­in sem eft­ir stend­ur er sú hvort Íslend­ing­ar vilja að haldið sé áfram að reka fjöl­miðil sem í nafni þjóðar­inn­ar hag­ar sér svona.

„Mér sýn­ist að orðgapar sam­fé­lags­ins séu farn­ir að ganga út frá ávirðing­um mín­um sem vís­um án þess að þurfa að finna þeim stað hverju sinni. Þannig var það til dæm­is í silfraða þætt­in­um í sjón­varpi allra lands­manna, þar sem þrír af fjór­um viðmæl­enda í þætt­in­um töluðu fyr­ir­vara­laust um mig sem þrjót sem beitti sér gegn þolend­um of­beld­is­brota. Ekki þótti ástæða til að gefa mér kost á að koma fram mín­um sjón­ar­miðum um sjálf­an mig í þess­um þætti,“ skrifar Jón Steinar Gunnlaugsson í Moggann í dag.

„Eft­ir að hafa hlustað á þenn­an boðskap í sjón­varpi allra lands­manna hafði ég sam­band við stjórn­and­ann, Fann­eyju Birnu Jóns­dótt­ur, með ósk um að hlut­ur minn yrði rétt­ur með því að gefa mér kost á að skýra mína hlið á mál­inu. Ég var jú maður­inn sem talað hafði verið um. En óekkí. Kon­an svaraði því til að ég væri eitt­hvað sem hún kallaði „op­in­bera per­sónu“ og um slík­ar per­són­ur mætti fjalla ein­hliða með meiðing­um án þess að gefa þeim kost á að tjá sig,“ skrifar hann og bætir við:

„Það er gott að geta verið dag­skrár­stjóri á rík­is­miðlin­um og fara þar með vald til að miðla al­menn­ingi hra­kyrðum um menn án þess að gefa þeim mögu­leika til andsvara. Þetta er að mín­um dómi í besta falli lág­kúra en í því versta mann­orðsmorð. Spurn­ing­in sem eft­ir stend­ur er sú hvort Íslend­ing­ar vilja að haldið sé áfram að reka fjöl­miðil sem í nafni þjóðar­inn­ar hag­ar sér svona.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: