Fiskurinn í sjónum er ein helsta auðlind þjóðarinnar.
Jóhannes Björn skrifar:
HB Grandi er fyrirtæki sem fær ókeypis hráefni frá eigendunum, íslensku þjóðinni. Hugsið ykkur einhverja hliðstæðu, t.d. að sælgætisverksmiðja fengi sykur og önnur hráefni ókeypis. Fiskurinn í sjónum er ein helsta auðlind þjóðarinnar og það liggur beint við að bjóða kvótann upp á frjálsum markaði. Þá fengjust tugmilljarðar sem hægt væri að leggja í hluti (t.d. heilsukerfið) sem núna er haldið í svelti.
Ruglið í Landsbankanum sýnir að hér er risin stétt fólks sem er algjörlega úr sambandi við samfélagið og trúir á gildi („ég er hundrað sinnum meira virði en pöpulinn“) sem almenn skynsemi segir að standist ekki.