- Advertisement -

Friðjón vill setja Samherja mörk

„Sjáv­ar­út­veg­ur á Íslandi er senni­lega einn sjálf­bær­asti í heimi og á að vera stolt lands og þjóðar. Til að svo megi verða þurfa að verða breyt­ing­ar. At­b­urðir síðustu daga og miss­era sýna það ber­sýni­lega. Við þurf­um að vera opin fyr­ir breyt­ing­um, opin fyr­ir að bæta und­ir­stöðuat­vinnu­veg­inn og opin fyr­ir að gera Ísland betra,“ skrifar Friðjón R. Friðjónsson frambjóðandi í prófkjöri Sjálfstæðisflokks í Reykjavík í Moggann.

Tilefnið er augljóst. Samherji. Hvað vill Friðjón?

„Ein leið sem lík­leg væri til að auka sátt um sjáv­ar­út­veg­inn á Íslandi er sú að lækka há­marks­afla­hlut­deild óskráðra fyr­ir­tækja en um leið leyfa skráðum fé­lög­um sem lúta aðhaldi og gagn­sæis­kröfu aðallista Kaup­hall­ar­inn­ar að halda 12% há­mark­inu eða hækka það. Um leið þyrfti að setja skýr­ar regl­ur um hvað telj­ist tengd­ir aðilar og jafn­vel setja kvaðir um að hluti bréfa fé­lag­anna þurfi að vera í dreifðri eign sam­kvæmt fyr­ir­framskil­greindu lág­marki.

Þannig yrði eina leiðin fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki til að ná veru­legri stærðar­hag­kvæmni að vera í dreifðari eign­araðild en nú er og lytu þau þá síður duttl­ung­um eða ákvörðunum ein­staka eig­enda,,“ skrifar hann.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þó Friðjón nefni Samherja ekki á nafn geta hugrenningar hans varla átt við nokkuð annað fyrirtæki.

„Með því að setja inn hvata fyr­ir sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæki til að lúta gagn­sæis­kröf­um og aðhaldi hluta­bréfa­markaðar­ins er kom­in leið fyr­ir al­menn­ing til að vera frek­ari þátt­tak­end­ur í sjáv­ar­út­vegi, annaðhvort með bein­um hætti á hluta­bréfa­markaði eða í gegn­um líf­eyr­is­sjóði. Það teng­ir fólk bet­ur við af­komu sjáv­ar­út­vegs­ins og hags­mun­ir fyr­ir­tækj­anna og al­menn­ings færu bet­ur sam­an.

Skráð fé­lög í Kaup­höll þurfa skv. lög­um að gera grein fyr­ir stefnu í um­hverf­is­mál­um og sam­fé­lags­ábyrgð. Það er nokkuð sem fleiri fyr­ir­tæki mættu reynd­ar til­einka sér. Þá gera sömu lög kröfu um að skráð fé­lög geri grein fyr­ir stefnu í mann­rétt­inda­mál­um og hvernig spornað er við spill­ing­ar- og mútu­mál­um,“ skrifar Friðjón R. Friðjónsson.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: