Fréttir

Friðjón fer í framboð

By Miðjan

May 14, 2021

Friðjón R. Friðjónsson: Það er kannski eitthvað í eðli mínu sem gerir það að verkum að þegar ég geng fram á djúpa laug vil ég stökkva út í. Hér er ein og skal viðurkennast að fyrirvarinn var ekki langur.

En mig langar til að verða landi og þjóð að gagni. Eins og ég segi í þessu viðtali þá þekki ég margt í umhverfi lítilla fyrirtækja sem betur mætti fara. Regluverk má einfalda, gera kröfu um skynsemi en ekki stífni af hálfu opinberra aðila og ég held að þingið hefði ágætt af því að fá inn fleiri sem hafa reynslu af því að borga laun og bera þannig ábyrgð. Meira um það og fleira síðar. En þetta er semsagt hér.