Þróunarsjóður námsgagna styrkti gerð nýrrar tegundar af rafbók eða vefbók, sem Bókaútgáfan Albert hefur nú gefið út. Ólíkt hefðbundnum rafbókum þá er rafræna útgáfa Von be don, Magnús og Malaika leysa málið vefsíða sem allir geta lesið í tölvum, snjallsímum og spjaldtölvum, stórum sem smáum án sérstaks forrits. Hægt er að vista hana sem ‘app’ í öllum helstu tegundum snjallsíma og spjaldtölva.
Rafbókin er tilraunaverkefni sem blandar saman gömlum og nýjum aðferðum til þess að sem flestir geti lesið bókina. Hún var sett saman af rafbókargerðarmanninum Baldri Bjarnasyni sem auk þess að vera einn af aðstandendum Bókaútgáfunnar Albert starfar hjá Rebus Foundation í Montreal (https://rebus.foundation/).
Þú getur lesið hana hér https://rafbok.vonbedon.is/ og vistað hana með því að velja „Add to Home Screen“ bæði í Android og Apple iOS símum og spjaldtölvum. Í Apple iOS býður Safari upp á þennan möguleika.