- Advertisement -

FRH: Vigdísi bent á Klaustursmálið

…að ræða kynferðisafbrot kjörinna fulltrúa á vinstri vængnum þrátt fyrir að slíkt er staðreynd.

Í framhaldi af fréttinni hér á undan skal bent á að borgarráðsfulltrúar meirihlutans sættust ekki á orð Vigdísar Hauksdóttur.

„Í kjölfar #metoo afhjúpaðist það að þörf er á að kjörnir fulltrúar rétt eins og aðrir hugi að því hvort framkoma þeirra og hegðun sé að valda öðrum vanlíðan eða sé hreinlega áreitni eða ofbeldi. Siðanefnd Sambands Íslenskra sveitarfélaga er leiðbeinandi fyrir sveitarfélög um setningu siðareglna og hefur nú unnið drög að leiðbeinandi hegðunarreglum sem sveitarfélög gætu sett sér kjósi þau það. Akureyri hefur þegar sett sér slíkar reglur og fleiri sveitarfélög huga að því og er það vel. Það er hagur sveitarfélaga að stuðla að öryggi kjörinna fulltrúa. Ekki kemur á óvart að fulltrúi Miðflokksins sé ekki hlynntur slíku ef horft er til framgöngu sumra fulltrúa þess flokks undanfarið og Klausturmálið.“

Kynferðisbrot á vinstri vængnum

Vigdís átti síðasta orðið:

„Afhjúpunin er algjör. Nú skal hið svokallaða Klausturmál trimmað upp á sveitastjórnarstiginu. Minnt er á að varaformaður Sambands íslenskra sveitarfélaga situr í borgarráði. Er þetta stefna sambandsins? Áheyrnarfulltrúi Miðflokksins fer ekki niður á sama plan og meirihlutinn að ræða kynferðisafbrot kjörinna fulltrúa á vinstri vængnum þrátt fyrir að slíkt er staðreynd. Gagnbókun meirihlutans dæmir sig sjálf og hegðunarreglur fyrir kjörna fulltrúa eiga ekkert skylt við gróft ofbeldi. Slíkt á heima hjá lögreglunni og þá hugsanlega í framhaldi af því hjá dómstólum. Verið er að næra dómstól götunnar með svona ólögbundnum hegðunarreglum.“


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: