Eignavaktin

Fréttayfirlit: Í fréttum er þetta helst

By Miðjan

August 05, 2014

Örfréttir Yfirlit yfir nokkrar nýjar fréttir ýmissa fjölmiðla.

mbl.is Hætt er við að Jökulsá á Fjöllum gangi inn í Skjálftavatn. Áin hefur verið að brjóta af eyði sem er á milli hennar og Skjálftavatns og hafa starfsmenn Landgræðslunnar unnið að því á að verja vatnið. Davíð Lange héraðsfulltrúi Landgræðslunnar segir verulegar líkur á að Jökulsáin gangi inn í Skjálftavatn. „Það eru meiri líkur en minni að hún geri það. Þetta er óvenju slæmt núna, hún nálgast skjálftavatn óðfluga og er bara á vesturleið,“ segir Davíð.

visir.is Meirihluti Byggðaráðs Dalvíkurbyggðar samþykkti á síðasta fundi ráðsins tilboð fyrirtækisins Mannvits um að kanna hagkvæmni smávirkjana í bæjarfélaginu.

visir.is Beiðnum um endurgreiðslu á virðisaukaskatti fer fækkandi. Gæti verið vísbending um að svört vinna sé að aukast. Önnur skýring er sú að á votviðrissumrum noti fólk peningana sína frekar í sólarlandaferðir en viðhald fasteigna.

vb.is Skuldastaða sveitarfélaganna fer batnandi þegar á heildina er litið, samkvæmt nýrri úttekt greiningardeildar Arion banka. Að meðaltali skulda sveitarfélögin 167 prósent af árstekjum sínum. Þetta meðaltal var 193 prósent áramótin 2012-13.

dv.is „[Það] eru dæmi um að eigendur verslana fylgist með starfsmönnum sínum í gegnum eftirlitsmyndavélar í búðum sem eru tengdar við síma eigenda eða tölvuskjái. Við heyrðum af eiganda sem hringdi í starfsmann til þess að áminna hann um að borða ekki í vinnunni en hann hafði séð það í gegnum myndavélarnar,“segir Kristín Ólafsdóttir helmingur fræðsluhópsins Skyldurækin.