- Advertisement -

Fréttastjórinn „dílaði“ með fréttir

Í kafla bókar Helga Magnússonar er eflaust margt forvitnilegt. Hér er sýnishorn. Fyrir það fólk sem ekki veit var Helgi endurskoðandi Hafskips og einn af sakborningum í málinu. Helgi segir að þáverandi fréttastjóri Ríkissjónvarpsins, Ingi Hrafn Jónsson, hafi boðið Helga greiða í fréttatíma vegna fyrri frétta.

Helgi hefur orðið:

„Allir þekktum við Ingva Hrafn Jónsson, þáverandi fréttastjóra Ríkissjónvarpsins, og vissum að honum leið illa vegna fyrri umfjöllunar sjónvarpsins um okkar mál, þegar sakborningar voru ítrekað sýndir á fréttamyndum leiddir inn og út úr húsakynnum Sakadóms. Ingvi Hrafn hafði margsinnis afsakað þetta og borið því við að hann hefði verið erlendis.

Fréttamaðurinn, Hallur Hallsson, var sjálfur miður sín vegna þessa, enda margir kunningjar hans hættir að heilsa honum út af þessari óvægnu umfjöllun. Ingvi Hrafn hafði sagt við mig nokkru áður: „Þú verður að gera það fyrir mig að taka hann Hall í sátt. Ég vil að við gerum gott úr þessu. Þið eigið inni greiða hjá okkur.“ Ég hafði það bak við eyrað. Kominn með skýrsluna í hendur fannst mér orðið tímabært „að taka út greiðann“ ef svo má að orði komast. Ég greindi Ingva Hrafni frá því í trúnaði að ég hefði skýrsluna undir höndum, en ekki kæmi til greina að afhenda hana fréttastofunni í heild sinni. Úr varð að við Hallur hittumst heima hjá mér.

Ég las fyrir hann úr skýrslunni við borðstofuborðið og við flettum henni saman. Hallur skrifaði niður eftir mér setningar úr henni til birtingar í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. Þegar við stóðum upp frá borðum spurði Hallur mig hvort ég væri til í að gefa sér fremstu síðu skýrslunnar. Ég féllst á það. Í fréttum Ríkissjónvarpsins að kvöldi 11. nóvember 1986 flutti Hallur orðréttar tilvitnanir úr skýrslunni sem voru látnar renna yfir sjónvarpsskjáinn. Síðan veifaði hann „skýrslunni“ framan í áhorfendur. Þá hafði hann límt ljósrit af kápunni á bunka af vélritunarpappír og þóttist hafa skýrsluna undir höndum Hallur mælti ábúðarmikill á svip: „Hér er hún – skýrslan – sem allir hafa beðið eftir.““

Byggt á umfjöllun DV.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: