- Advertisement -

Fréttaskýring Katrínar það vitlausasta í íslenskri pólitík á kjörtímabilinu

Ef Bjarni hefði selt á genginu 50 hefði almenningur skyndilega eignast miklu meiri peninga.

Gunnar Smári skrifar:

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra reyndi að útskýra í kvöldfréttum að eign almennings í Íslandsbanka hefði aukist að verðmæti en ekki minnkað við sölu á 1/3 bankans og skráningu hans í kauphöllina. Þetta er ævintýraleg hugmynd. Í dag er bankinn verðmetinn á 198 milljarða í kauphöllinni. Fyrir helgi átti almenningur alla þessa eign. Nú á almenningur hlutabréf í bankanum upp á 128,7 milljarða og 55,3 milljarða í sjóð eftir söluna að frádregnum um 2 milljarða kostnaði; samtals 182 milljarða í hlutabréfum og peningum. Það eru 16 milljörðum minna en almenningur átti fyrir helgi.

Katrín virðist trúa að skráning hlutabréfi búi til verðmæti, að verðmæti sem ekki voru til áður verði skyndilega til þegar farið er að kaupa og selja hlutabréf í bankanum. Það er ekki að furða þótt Bjarna Benediktssyni hafi reynst auðvelt að blekkja Katrínu til að samþykkja útsölu á eignum almennings; samkvæmt kenningu hennar verður almenningur því auðugri sem Bjarni selur eignir hans á lægra verði. Ef Bjarni hefði selt á genginu 50 hefði almenningur skyndilega eignast miklu meiri peninga.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Þessi fréttaskýring Katrínar í kvöldfréttum er það vitlausasta sem hefur verið sett fram í íslenskri pólitík á þessu kjörtímabili.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: