Fá ráðherrar Sjálfstæðisflokksins ekki sérstakar viðurkenningar blaðamanna? Ekki er annað að sjá en ekkert annað fyrirbæri hafi verið kveikjan af jafn mörgum viðurkenndum og verðlaunuðum fréttaskrifum á síðasta ári.
Fjármálavafstur Bjarna Benediktssonar, sem nú er í skjóli í krafti lögbanns, og dómaravandræði Sigríðar Á. Andersen er meðal þess sem hefur orðið kveikjan að verðlaunum fréttaskrifum.
Hvorutveggja er enn óuppgert. Reynt verður fyrir dómstólum að hnekkja ráðherravali dómaranna og fréttir af Bjarna og mislukkaðri þátttöku hans í peningaspili stóru strákanna verða skrifaðar þegar lögbannsskjólsins nýtur ekki lengur við.