- Advertisement -

Fréttaljós úr fortíð: Refsing kjósenda er grimm gagnvart þeim flokkum sem mynda stjórn með Sjálfstæðisflokknum

Fréttaljós eftir Gunnar Smára:

Og af hverju skyldi það vera? Jú, þótt Sjálfstæðisflokkurinn hafi verið stærstur flokka er meginþorri kjósenda á móti stefnu flokksins, upplifir hana sem árás á sína hagsmuni. Förum yfir hvernig farið hefur fyrir þeim flokkum sem stutt hafa Sjálfstæðisflokkinn til valda:

Alþýðuflokkurinn fór inn í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1959 með 15,1% fylgi en kom þaðan út með 10,5% 1971; hafði tapað 1/3 hluta sinna stuðningsmanna. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 39,7% fylgi niður í 36,2%, tapaði ellefta hverjum kjósanda sínum.

Framsóknarflokkurinn fór inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1974 með 24,9% fylgi en fór þaðan út 1978 með 16,9%, tapaði 1/3 hluta fylgis síns. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 42,7% fylgi niður í 32,7%, tapaði næstum 1/4 hluta kjósanda sínum.

Alþýðuflokkurinn fór inn í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 1991 með 15,5% fylgi en kom þaðan út með 11,4% 1995; tapaði 1/4 hluta sinna stuðningsmanna. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 38,6% fylgi niður í 37,1%, tapaði einum kjósanda af hverjum 26.

Framsóknarflokkurinn fór inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 1995 með 23,3% fylgi en fór þaðan út 2007 með 11,7%, tapaði helmingnum af fylgi síns. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 37,1% fylgi niður í 36,6%, tapaði einum kjósanda af hverjum 74.

Samfylkingin fór inn í ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn 2007 með 26,8% fylgi en kom þaðan út með 29,8% fylgi eftir efnahagshrunið 2008; í næstu kosningum lak fylgi Samfylkingarinnar hins vegar burt, svo það lá við að flokkurinn þurrkaðist út 2016, þegar hann fékk aðeins 5,7% atkvæða. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 36,6% fylgi 2007 niður í 23,7% eftir efnahagshrunið, sem hann hafði að mestu smíðað sjálfur, tapaði 1/3 hluta kjósenda sinna. Síðan hefur flokkurinn meira og minna verið á því róli.

Framsóknarflokkurinn fór inn í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokknum 2013 með 24,4% fylgi en fór þaðan út 2007 með 11,5%, tapaði meira en helmingnum af fylgi síns. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 26,7% fylgi niður í 29,0%, bætti við sig fylgi.

Samanlagt fylgi Viðreisnar og Bjartrar framtíðar í kosningunum 2016 var 17,7% áður en flokkarnir mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn. Samanlagt fylgi flokkanna í kosningunum eftir að ríkisstjórnin sprakk var 7,9%; þeir höfðu tapað vel ríflega helmingnum af fylgi sínu. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 29,0% fylgi niður í 25,2%, flokkurinn tapaði einum kjósanda af hverjum átta.

Samanlagt fylgi VG og Framsóknar í kosningunum 2017 var 27,6% áður en flokkarnir mynduðu ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokkinn. Samanlagt fylgi flokkanna í nýjustu könnun MMR er 19,4%; þeir hafa misst frá sér tæplega 1/3 af fylgi sínu. Á sama tíma fór Sjálfstæðisflokkurinn úr 25,2% fylgi í kosningum niður í 24,0% í nýjustu könnun MMR, flokkurinn misst frá sér einn kjósanda af hverjum 21.

Nú eru tæpir 14 mánuðir til kosninga og enn tími fyrir VG og Framsókn að síga niður í fylgi. Vika er langur tími í pólitík og rúmar 59 vikur ógnarlangur tími. Það sem fellir ríkisstjórnir er það óvænta, þess vegna er aldrei hægt að spá fyrir um hvort ríkisstjórnir lifir út kjörtímabilið. En fram undan er án vafa mikil ólga, enda heimskreppa skollin á með tilheyrandi átökum. Kannski skríða bæði VG og Framsókn yfir 5% þröskuldinn, sem þeir flokkar tóku þátt í að reisa sjálfum sér til varnar. Ég ætla hins vegar að leyfa mér að spá því að annar flokkurinn þurrkist út af þingi. Kannski spái ég þeim báðum slíkum örlögum síðar.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: