- Advertisement -

Fréttablaðið spáir dauða og djöfli

Gengið veikist, verðbólga eykst, vextir hækka og uppsagnir og fyrirtæki verða gjaldþrota.

„Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin.“

Þessi er spá Fréttablaðsins hækki lægstu laun svo að þau dugi til framfærslu. Þetta er ekki björgulegt, ef satt er.

Það er annað í leiðara Fréttablaðsins sem er ekki síður athyglisvert. Höfundurinn, Hörður Ægisson, gengur ekki skemur en kollegi hans á Mogganum, Davíð Oddsson, í samsæriskenningunum.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Venjulegt íslenskt launafólk, sem stendur undir meginþorra samneyslunnar, kærir sig flest hvert ekkert um að vera notað sem tilraunadýr fyrir marxíska hugmyndafræði byltingarsinna sem telja sig þess umkomna að knýja fram pólitískar kerfisbreytingar.“

Og hana nú. Eflaust má draga í efa samband Harðar Ægissonar við það fólk sem hann kallar venjulegt launafólk.

„Ákvörðun um boðun verkfalls mun ein og sér valda ómældu tjóni sem aftur dregur úr getu atvinnurekenda til launahækkana. Allir tapa á þessari brjálsemi sem er í uppsiglingu og mun hafa í för með sér meiriháttar lífskjaraskerðingu fyrir almenning. Gengið mun veikjast, verðbólga aukast, vextir hækka og uppsagnir og gjaldþrot fyrirtækja eru óhjákvæmileg. Spennið beltin,“ skrifar Hörður.

Ekki er að efa að leiðari hans verður lesinn í Borgartúni 35. Og það af alvöru. Annars staðar ekki.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: