- Advertisement -

Segir Fréttablaðið hrella biskup

Ögmundur Jónasson:
„Svo komu aðrar fréttir, þar á meðal hvað biskup borgaði fyrir að búa í biskupsbústaðnum…“

Samfélag Ögmundur Jónasson, fyrrverandi ráðherra og þingmaður, er þeirrar skoðunar að Fréttablaðið leggi Agnesi Sigurðardóttur biskup í einelti.

„Þá væri fróðlegt að Fréttablaðið gerði grein fyrir augljósum eineltistilburðum sínum gagnvart biskupi Íslands. Nú skal það tekið fram að ekkert er við það að athuga að kjara­ráð og ákvarðanir þess sæti gagnrýni. Sú umræða er meira að segja bráðnauðsynleg þótt hún ætti að mínu mati að vera í öðrum farvegi,“ skrifar Ögmundur í grein sem birt er í Fréttablaðinu í dag.

„En þegar fréttaflutningurinn er farinn að ná út yfir allan þjófabálk, þá vakna spurningar“, heldur hann áfram í greininni.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Þannig sagði Fréttablaðið frá því í sérstakri frétt að Ríkisútvarpinu hefði ekki borist ósk frá biskupi um að fá að taka upp á nýjan leik jólapredikun sem hljóðrituð var fyrir hækkun. Fréttablaðið hafði gengið sérstaklega eftir því að kalla fram upplýsingar um þetta. Svo komu aðrar fréttir, þar á meðal hvað biskup borgaði fyrir að búa í biskupsbústaðnum og að leigan væri óeðlilega lág og svo hvort ekki mætti líta svo á að Agnes M. Sigurðardóttur, biskup hafi fengið harðan pakka í ár! Einelti? Í ljósi þess samhengis sem hér er að teiknast upp er það svo samkvæmt mínum skilningi.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: