- Advertisement -

Frétt á röngunni

„Landspítalinn hefur gert samkomulag við heilbrigðisráðuneytið um að þurfa ekki að vinna á uppsöfnuðum rekstrarhalla næstu tvö árin. Skilyrði fyrir samkomulaginu er að Landspítalinn leggi fram áætlanir sem tryggja að rekstrinum verði hagað í samræmi við fjárveitingar hvers árs,“ segir í frétt Fréttablaðsins.

Svo segir: „Landspítalinn glímir við uppsafnaðan halla frá árinu 2017 sem samkvæmt lögum flyst á milli ára. Á næsta ári verður 4,1 milljarði króna aukið við rekstur spítalans en á sama tíma verður gerð 400 milljóna króna aðhaldskrafa. Taldi spítalinn að miðað við þær forsendur þyrfti að hagræða um 4,3 milljarða á næsta ári með tilheyrandi skerðingu á þjónustu.“

Stöldrum nú við. Er fréttin ekki sú að of naumt er skammtað til Landspítalans? Búið er að þrengja að sjúkrahúsinu og nær væri að færa fjárveitingar að raunveruleikanum og hætta þessu endalausi bulli aftur og aftur.

Fjárveitingavaldið verður að komast til raunheims.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: