- Advertisement -

Framtíðarsýn Framsóknar: Lilja í Seðlabankann

- hún og Sigurður Ingi formaður flokksins eru bæði sögð vera á útleið úr stjórnmálum.

Heimildarmenn innan Framsóknarflokksins segja ekki mikla sátt eða samlyndi vera milli ráðherranna þriggja; Sigurðar Inga Jóhannssonar, Lilju Alfreðsdóttur og Ásmundar Einars Daðasonar. Þeir tveir vinna að sagt er náið saman, en bil sé milli þeirra og Lilju.

Víst er talið að Lilja og Sigurður Ingi hugi bæði að því að hætta beinni þátttöku í stjórnmálum. Sigurður Ingi er sagður áhugasamur um að Ásmundur Einar verði næsti formaður Framsóknarflokksins.

Lilja er sögð renna hýru auga til stöðu Seðlabankastjóra en skipunartími Más Guðmundssonar er á enda á þessu ári.

Lilja hefur menntunina sem þarf. Á vef Alþingis má lesa þetta um menntun Lilju:

Þú gætir haft áhuga á þessum
Sumir innan Framsóknar telja víst að Lilja varaformaður flokksins verði næsti bankastjóri Seðlabankans.

„Stúdentspróf MR 1993. Skiptinám í stjórnmálasögu Austur-Asíu við Ewha University, Seúl, 1993–1994. BA-próf í stjórnmálafræði HÍ 1998. Skiptinám í þjóðhagfræði og heimspeki við Minnesota University 1998. Meistaragráða í alþjóðahagfræði frá Columbia University, New York, 2001.“

Lilja hefur að auki bæði starfað í Seðlabankanum og hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.

Rétt er að geta þess sem sagt er hér um innanflokksátök í Framsókn eru frá fleiri en einum heimildarmanni, eða réttara sagt frá fleiri en einum viðmælanda.

Einn sagði Lilju vera of stóra fyrir Framsókn, eða: „…íslensk stjórnmál.“

Viðmælendum ber ekki saman um eitt. Það er hvort Katrín Jakobsdóttir, sem fer með málefni Seðlabankans, hafi þegar samþykkt að Lilja taki við af Má, eða ekki.

Hvað varðar Sigurð Inga og hugsanlega afsögn hans þá setja einhverjir fyrirvara um það etir að Miðflokkurinn kom sér í þekktan vanda. Staða Sigurðar Inga hefur strykst í sama hlutfalli og staða Sigmundar Davíðs hefur veikst.

Undir niðri er ekki logn í Framsókn.

– sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: