- Advertisement -

Framtíð skops í fjölmenningarsamfélagi

Í dag verður haldið málþing á vegum námsbrautar í menningarfræði við Háskóla Íslands með yfirskriftinni: Framtíð skops í fjölmenningarsamfélagi: Langtímaáhrif morðanna á ritstjórn Charlie Hebdo. Þingið stendur milli kl. 12-13 og verður í stofu 132 í Öskju, náttúrufræðihúsi Háskóla Íslands.

Frummælendur eru: Gauti Kristmannsson, prófessor í þýðingarfræði, Kristín Loftsdóttir, prófessor í mannfræði og Hugleikur Dagsson, myndasögu- og skopmyndahöfundur.

Þrátt fyrir merkilegan einhug um andspyrnu gegn ofbeldi og samstöðu um mikilvægi tjáningarfrelsis í vestrænum samfélögum hafa morðin sem framin voru á ritstjórn franska skopmyndaritsins Charlie Hebdo dregið fram magnaðan ágreining um inntak háðsádeilu og skops og mörk hins réttlætanlega í gríni og háði.

Umræðan vekur áleitnar spurningar um hlutverk og beitingu háðs í opinberri umræðu. Að hve miklu leyti krefjast mannréttindi og ýmis grunngildi lýðræðis þess að háði sé stillt í hóf og að í skopi forðist fólk staðalmyndir og tilvísanir til kynþáttaeinkenna eða sérkenna af einhverju tagi? Eru skoprit á borð við Charlie Hebdo útgáfur sem umburðarlyndi hins vestræna samfélags kemur í veg fyrir að séu bönnuð en fiska þó í gruggugu vatni fordóma og staðalmynda? Eða er þessu öfugt farið: Er háð eitt grundvallarform andófs í samfélaginu?

Þú gætir haft áhuga á þessum

Sjá frétt á Bókmenntavefnum

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: