- Advertisement -

Framsóknarmenn mjög ósáttir

Stjórnmál Innan Framsóknarflokksins er mikil óánægja með orð fyrrverandi formanns flokksins og núverandi formanns Miðflokksins, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, að Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins, tilheyri í raun Miðflokknum, frekar en Framsóknarflokki.

Sigmundur Davíð hélt þessu fram í ræðu á kosningasamkomu Miðflokksins og sem sýnt var frá í sjónvarpi.

Heimildir fullyrða að Sigmundur Davíð hafi þráspurt Lilju Dögg um hvort hún vildi ekki skipta yfir í Miðflokkinn, en hún hafnaði öllum þeim tilraunum Sigmundar Davíðs.

Hafi opnast á samstarf flokkanna er nokkuð víst að Sigmundur Davíð hafi í nótt lokað á þann möguleika.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: