- Advertisement -

Framsóknarmaður keypti sér heila blokk –Íbúðalánasjóður fjármagnaði kaupin

…sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt.

Eygló Harðardóttir var félagsmálaráðherra og Matthías aðstoðarmaður hennar þegar reglum um Íbúðalánasjóð var breytt.

Það er nokkuð merkileg frétt í Fréttablaðinu í dag. Þar segir af Matthíasi Imslannd, sem meðal starfa á vegum Framsóknarflokksins, var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, þegar hún var félagsmálaráðherra. Eygló breytti reglugerð um Íbúðalánasjóð sem þáverandi aðstoðarmaður hennar nýtir sér í dag. Síðast fékk hann 250 milljónir lánaðar og keypti sér heila blokk á Akranesi.

Í frétt Fréttablaðsins segir: „Matthías Imsland keypti nýverið fjórtán íbúða blokk við Asparskóga 4, í eftirsóttu nýbyggingahverfi á Akranesi. Hann keypti fasteignina af leigurisanum Heimavöllum í gegnum einkahlutafélag sitt, MPI ehf. Kaupverð fasteignarinnar liggur ekki fyrir en til þess að fjármagna kaupin fékk félag Matthíasar um 250 milljónir króna að láni til 50 ára frá Íbúðalánasjóði. Vaxtakjörin eru 4,20 prósent. Alls fékk félag hans fjórtán lán á bilinu 13-23 milljónir króna en einu láni var þinglýst á hverja íbúð fyrir sig. Lánin sem félag Matthíasar fékk lúta sérstökum kröfum samkvæmt reglugerð frá árinu 2013. Meðal annars skulu lánin aðeins veitt til óhagnaðardrifinna leigufélaga. Ákvæði þess efnis er í stofnskrá fyrirtækis Matthíasar.“

Þú gætir haft áhuga á þessum

Fréttinni lýkur svona:

„Matthías hefur áður nýtt sér þessa fjármögnunarleið til kaupa á ellefu íbúðum í Vestmannaeyjum á síðasta ári. DV og Stundin fjölluðu um kaupin á sínum tíma. Þar kom fram að Matthías var aðstoðarmaður Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, á árunum 2013-2016. Á þeim tíma undirritaði Eygló reglugerðina um leiguíbúðalán Íbúðalánasjóðs sem Matthías hefur síðan nýtt sér til að byggja upp óhagnaðardrifna leigufélagið sitt. Matthías hefur þó opinberlega þvertekið fyrir að hafa haft formlega aðkomu að Íbúðalánasjóði. Benti hann á að lánsfjármögnunin stæði öllum til boða svo lengi sem félagið uppfyllti skilyrði Íbúðalánasjóðs.“


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: