- Advertisement -

Framsóknarflokkurinn er klofinn

- átakafundur verður um helgina. Djúp gjá milli fólks og óvíst hvort takist að brúa hana.

Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð.
Átökin milli þeirra hafa skaðað Framsóknarflokkinn.

Ljóst er af síðustu fréttum að Framsóknarflokkurinn er klofinn. Gjáin milli Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, fyrrverandi formanns, og Sigurðar Inga Jóhannssonar, núverandi formanns, er dýpri en við verður unað. Síðustu daga hafa flokksfélög raðað sér að baki Sigmundar Davíðs.

„Staðan innan Framsóknarflokksins er þannig að ekki verður undan því komist að boða til flokksþings þar sem forystan myndi endurnýja umboð sitt. Þar liggur alveg fyrir að ég og raunar fleiri hér í sveit styðjum ekki Sigurð Inga til áframhaldandi formennsku og viljum Sigmund Davíð aftur,“ segir Helgi Örlygsson, formaður Framsóknarfélags Eyjafjarðar í viðtalli við Morgunblaðið í dag.

Félagið sendi frá sér áskorun til formanns og forystu Framsóknarflokksins um að boða sem allra fyrst til flokksþings. Það þyrfti að gerast í ljósi kosningaúrslita síðastliðins hausts.

Sprengja springur

Búast má við miklum átökum á fundi miðstjórnar komandi laugardag. Ósætti magnast þar sem ekki er gert ráð fyrir að erfiðri stöðu flokksins er ekki ætlaður tími í dagskrá fundarins. Ætlast er til að dagskrá verði endurskipulögð. Undan því verður varla vikist.

Framsóknarfélag Mosfellsbæjar ályktaði um stöðu flokksins nýlega og segir forystuna þurfa að „íhuga alvarlega hvort hún sé fær um að leiða flokkinn til þeirrar vegferðar sem honum sæmir,“ eins og komist er að orði, og Morgunblaðið greinir frá.

Helgi Örlygsson segir, við Morgunblaðið, að í Eyfirðingum sitji að Sigurður Ingi Jóhannsson hafi tilkynnt formannsframboð sitt aðeins fáum klukkustundum áður en kjörskrá fyrir flokksþing var lokað. Fyrir vikið hafi val á fleiri þingfulltrúum fallið á tíma. Naumur sigur Sigurðar Inga á Sigmundi Davíð verði að skoðast í því ljósi. „Ef Sigurður Ingi hefði tilkynnt fyrr um framboð sitt myndi þetta horfa öðruvísi við. Nú þarf einfaldlega að hreinsa andrúmsloftið í flokknum og kjósa nýja forystu,“ segir Helgi.

Mikil átök

Áður hefur verið fjallað um hugsanlegan nýjan flokk þar sem Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Gunnar Bragi Sveinsson og Vigdís Hauksdóttir verði í forystu. Skorað er á þau meðal Framsóknarflokksfólks, það er að láta verða að stofnun nýs flokks. Gunnar Bragi og Vigdís hafa hvergi sparað stóru orðin um stöðuna innan Framsóknarflokksins.

Stóra uppgjörið í Framsókn getur orðið um helgina.

Miðjan hefur áður fjallað um átökin innan Framsóknar, sjá hér.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: