- Advertisement -

Framsóknarflokkurinn er í lífshættu

Eini kostur Framsóknar er segja sig frá ríkisstjórn Bjarna og Katrínar.

„Framsóknarflokkurinn er í lífshættu vegna orkupakkans og búast má við að orkupakkamálið verði til þess að aðrir flokkar laskist verulega og missi menn af þingi í næstu kosningum.“ Þetta var meðal þess sem fram kom í máli Styrmis Gunnarssonar fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins í þættinum Innlendar fréttir vikunnar á Útvarpi Söguí dag. Styrmir var þar gestur Arnþrúðar Karlsdóttur og Péturs Gunnlaugssonar.

Í frétt Útvarps Sögu segir að Styrmir telji aðeins eina leið færa fyrir forystu flokksins til þess að bjarga framtíð Framsóknarflokksins.

„Það sem forustan getur gert er að horfast í augu við pólitískan veruleika snúið við blaðinu og sagt innan ríkisstjórnarinnar að hún taki ekki lengur þátt í þessu, þeir eiga þennan kost, það liggur í augum uppi,“ segir Styrmir.

Það er ekkert annað. Að Framsókn slíti stjórnarsamstarfinu. Áfram með frétt Útvarps Sögu:

„Styrmir segir málið vera í höndum Framsóknar sem geti með þessu móti stillt Sjálfstæðisflokknum upp við vegg í málinu. „Það er ekki góður kostur fyrir Bjarna að standa frammi fyrir því að þetta mál geti sprengt stjórnina enda á hann ekki auðvelt með að mynda aðra ríkisstjórn eins og staðan er,“ segir Styrmir.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: