- Advertisement -

Framsókn vill stokka upp

Forysta Framsóknarflokksins hefur viðrað þá hugmynd við Sjálfstæðisflokkinn að ráðuneytum milli stjórnarflokkanna verði skipt upp. Þetta herma traustar heimildir.

Málaleitan Framsóknarmanna hefur aðeins komist á umræðustig, þar sem forysta Sjálfstæðisflokksins hefur neitað að gera breytingar á ríkisstjórninni. Ráðherrar Sjálfstæðisflokksins eru sagðir sáttir, hver í sínu ráðuneyti.

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra og formaður Framsóknarflokksins, hefur svarað, aðspurður í þættinum Sprengisandi, að hann sé sáttur við störf allra ráðherra Framsóknarflokksins og hann myndi skipa þeim eins til starfa, þegar hann var spurður, og hann gerði við stjórnarmyndunina.

Það breytir því ekki að Framsóknarmenn hafa fært í tal við samstarfsflokkinn að stokka ráðuneytin upp. Að því verður ekki. Alla vega ekki í bráð.

Þú gætir haft áhuga á þessum

-sme

 


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: