- Advertisement -

Framsókn verður áfram í hlutlausum gír

Leiðari / Finnur Katrín bakkgírinn, var spurt hér í gær. Í dag er fullyrt að Framsókn verði áfram í hlutlausum. Framsókn fer ekkert. Framsókn kemst heldur ekkert. Forvitnilegt verður að fylgjast með hvaða takt Framsókn hyggst slá á komandi kosningavetri.

Framsókn unir sér vel sem viðauki í ríkisstjórn. Fær þá tækifæri til að skammta sínum eitt og annað. Ríkisstofnanir og embætti. Stuðningur Framsókn við ríkisstjórn kostar þetta. Það er alvita og er ekkert flókið.

Í síðustu kosningabaráttu barðist Framsókn gegn vegasköttum. Formaðurinn varð samgönguráðherra og nánast hans fyrsta verk var að setja pólitískar skoðanir sínar og flokksins til hliðar og setti í hlutlausan gír. Og kokgleypti eigin skoðanir og baráttumál og tók upp þá pólitík sem hann hafði barist hvað harðast gegn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Svona er þetta. Ekki flókið. Pólitísk afstaða er lögð til hliðar. Gjaldið er flutningur stofnana og Framsóknarfólki eru tryggð embætti hér og þar. Að óbreyttu mun Framsókn hafa minna að selja eftir kosningar. Fylgistap blasir við. Allt kostar sitt. Framsókn hefur dregið fínan afla að landi á þessu kjörtímabili. Ekki landað hugsjónum eða pólitík. Nei, en hefur fengið stöður og embætti.

Það er mikilsvert fyrir Framsókn að vera áfram í ríkisstjórn. Litlum flokki og metnaðarlausum lætur best að vera áfram í hlutlausum pólitískum gír. Og fátt eitt og annað fyrir sig og sína. Svo mun verða áfram.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: