Fréttir

Framsókn stillir upp í Reykjavík

By Miðjan

September 23, 2017

Stjórnmál Framsóknarflokkurinn í Reykjavík hefur valið uppstillingu sem framboðsleið fyrir næstu Alþingiskosningar.

Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður flokksins, segir þetta vera skynsama leið, „…við núverandi aðstæður enda lítill tími til stefnu. Við verðum að nota tímann vel með okkar öfluga fólki út um allt land. Kjósendur vilja skýra framtíðarsýn, traust fólk og umfram allt pólitískan stöðguleika. Tíminn er afar naumur fram að kosningum og við verðum að rísa undir þeirri ábyrgð sem okkur er falin af kjósendum.“

Hún segir Framsóknarflokkinn eiga mikið erindi sem umbóta- og framfaraflokkur. „Kosningarnar munu snúast um traust og stöðugleika. Landsmenn vilja ríkisstjórn sem situr allt kjörtímabilið með það að markmiði að bæta hag allra landsmanna og við ætlum að leggja okkar lóð á þær vogaskálar.“