- Advertisement -

Framsókn stappar niður fæti

Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður Framsóknar, og Jón Gunnarsson fyrrverandi ráðherra og sá sem kallar hæst eftir nýjum meirihluta á Alþingi. Myndin er af mbl.is.

Stjórnmál „Ingi­björg Isaksen, formaður þing­flokks Fram­sókn­ar­flokks­ins, kall­ar eft­ir skýr­ari svör­um frá Sjálf­stæðis­flokkn­um, um hvað það er sem flokk­ur­inn vill ná í gegn í rík­is­stjórn­ar­sam­starf­inu þegar kem­ur að orku­mál­um, sem ekki er að nást í gegn nú þegar. Hún tel­ur rík­is­stjórn­ar­flokk­anna hafa vilj­ann og get­una til þess að bregðast við, svo framar­lega sem það ligg­ur skýrt fyr­ir hvað það er sem þarf að gera.“

Þetta er bein tilvitnun í frétt á mbl.is. Það er þingflokksformaðurinn Ingibjörg Isaksen sem talar.

Loks heyrðist í Framsókn vegna endurtekinna yfirlýsinga úr þingliði Sjálfstæðisflokks um að nauðsyn sé að mynda nýjan þingmeirihluta vegna virkjanna.

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er afar mik­il­vægt að það komi fram að frá því að við byrjuðum á þingi, þetta kjör­tíma­bil, að þá hef ég ekki séð eitt mál, sem teng­ist orku­mál­um, sem ekki hef­ur verið samþykkt í rík­is­stjórn­ar­flokk­un­um þrem­ur,“ seg­ir Ingi­björg þegar blaðamaður leit­ar viðbragða við ákalli Jóns Gunn­ars­son­ar, þing­manns.

Ingibjörg kall­ar eft­ir því að Sjálf­stæðis­flokk­ur­inn, sem fer með mála­flokk­inn, sé skýr­ari í sín­um mál­flutn­ingi varðandi hvað það er sem flokk­ur­inn vill ná fram í orku­mál­um. Jafn­framt að flokk­ur­inn leggi það fram til þess að hægt sé að taka af­stöðu til þess. 

„Ég sé ekki al­veg hvar nún­ing­ur­inn er, alla­vega á þessu kjör­tíma­bili, ég get ekki talað fyr­ir fyrri kjör­tíma­bil þar sem ég var ekki á þingi þá, en það sem hann [Jón] er að benda á núna eru ekki nýj­ar frétt­ir. Á þetta hef­ur lengi verið bent og við í fram­sókn höf­um kallað eft­ir upp­lýs­ing­um og áform­um.“ 

„Ég tel að við höf­um vilj­ann til þess og get­una, svo framar­lega sem að það ligg­ur fyr­ir hversu mik­ill­ar orku þurfi að afla og aðgerðaráætl­un til að ná því fram. Það er kjarni máls­ins.“ 


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: