Fréttir

Framsókn selur höfuðstöðvarnar

By Miðjan

August 09, 2019

Hús Framsóknarflokksins er komið á sölu. Óskað er eftir tilboði í húsið.

„Einstaklega bjart skrifstofu- og atvinnuhúsnæði í hjarta Reykjavíkur með sérinngangi og lyftu. Húsnæðið er auðvelt er að aðlaga að rekstri. Eignin er á þremur hæðum auk kjallara, alls 465,6 fm að stærð, tvær hæðir og svo hluti jarðhæðar og kjallara. Þar sem hluti af rishæð er undir súð er hún stærri en uppgefnir fermetrar,“ segir meðal annars í auglýsingu.