- Advertisement -

Framsókn reiknar með margföldu fylgi

Gunnar Smári skrifar:

Þetta er það bjartsýnasta á Internetinu í dag. Framsókn kynnir fólkið sem situr í þriðja sæti á listum flokksins í Reykjavíkurkjördæmunum og Suðvestri sem fólk í baráttusætum. Í dag er flokkurinn með einn mann í Reykjavík suður og annan í Suðvestri en engan í Reykjavík suður en stefnir samkvæmt þessu á níu þingmenn í þéttbýlinu.

Sjáum hvað flokkurinn þarf að bæta við sig til að ná þessum konum á þing:

Þú gætir haft áhuga á þessum

2017 fékk Framsókn 4425 atkvæði í Suðvestri og dugði það fyrir einum manni. Til að ná inn þremur mönnum hefði flokkurinn þurft að fá um 11.400 atkvæði eða 2,5 sinnum meira en flokkurinn fékk.

2017 fékk flokkurinn 2897 atkvæði í Reykjavík suður en hefði þurft að fá 8700 atkvæði til að fá inn þriðja mann eða um 3 sinnum meira en flokkurinn fékk.

2017 fékk flokkurinn 1901 atkvæði í Reykjavík norður en hefðu þurft að fá 7750 atkvæði til að ná þremur mönnum inn eða um 4 sinnum meira en flokkurinn fékk.

2017 fékk flokkurinn 9223 atkvæði á höfuðborgarsvæðinu eða 7,1% atkvæða. Nú lætur hann eins og raunhæft sé að stefna að 27850 atkvæðum eða 21,3% atkvæða í þéttbýlinu þar sem Framsókn hefur aldrei verið sterk. Þetta er langt umfram það sem VG með Katrínu Jakobsdóttur í broddi fylkingar fékk á höfuðborgarsvæðinu 2017, nálægt samanlögðu fylgi Pírata og Samfylkingar í þéttbýlinu.

Árið 2017 fékk Framsókn samtals 21.017 atkvæði á landinu öllu, 3/4 af því sem flokkurinn ætlar að landa bara í þéttbýlinu 2021. Flokkurinn er því að stefna að miklu fleiri atkvæðum fyrir sunnan en hann fékk á landinu öllu. Ef við gerum ráð fyrir að flokkurinn sé að stefna að viðlíka vexti í hinum kjördæmunum þá dreymir hann um 31,5% fylgis í kosningunum 2017.

Auðvitað er fínt að láta sig dreyma. En … er þetta ekki aðeins um of? Reyndar er það svo að fólk í miklum vanda, eins og Framsókn er sannarlega í fyrir sunnan, getur magnað upp drauma sína; skyndilega verður það skynsamt fyrir gjaldþrota mann að tæma vasana til að kaupa lottómiða. Þessar pælingar Framsóknar eru á því plani.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: