Stjórnmál

Framsókn, Píratar og Samfylking ræða meirihlutasamstarf í borginni

By Ritstjórn

May 16, 2022

Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, Dóra Björg Guðjónsdóttir, oddviti Pírata og Dagur B. Eggertsson, oddviti Samfylkingarinnar, eru sögð hafa hafið viðræður um myndun meirihluta í borginni. Þessu heldur Morgunblaðið fram.

Fyrir meihlutamyndun virðist Framsóknarflokkurinn í lykilstöðu því hvorki Samfylkingin né Sjálfstæðisflokkurinn geta myndað nýjan meirihluta án Framsóknar. Eina leiðin til þess væri ef flokkarnir tveir snúi bökum saman en það er talið frekar ólíklegt.

Hildur er sögð hafa rætt við forystumenn annarra flokka um mögulegt meirihlutasamstarf og er fullyrt að hún útiloki ekkert í þeim efnum. Ofangreindar viðræður eru þá sagðar skammt á veg komnar, aðallega skipst á hugmyndum um kosti meirihlutans og rætt um borgarstjóraembættið.