- Advertisement -

„Ég hvet alla Íslendinga til að ferðast um okkar fagra land í sumar. Þannig styðjum við við það fólk sem hefur haldið uppi mikilvægu starfi fyrir land og þjóð síðustu árin og höldum hjólunum gangandi,“ skrifar Sigurður Ingi Jóhannsson, ráðherra og formaður Framsóknarflokksins, í Mogga dagsins.

Í dag birtir Ríkisútvarpið viðtal við Þuríði Hörpu Sigurðardóttur, formann Öryrkjabandalagsins, um aum  kjör öryrkja. „Öryrkjum er ætlað að lifa á 250 þúsund krónum fyrir skatt á meðan við erum að sjá viðurkenningu á því að fólk þurfi að minnsta kosti 400 þúsund krónur. Þannig að það hlýtur að segja sig sjálft að það skiptir gríðarlega miklu máli að við fáum hækkun á örorkulífeyrinn,“ segir hún. 

Varaformaður Framsóknarflokksins og ráðherrann, Lilja Alfreðsdóttir, skrifar líka Mogga  dagsins. „Einka­neysla hef­ur verið að drag­ast sam­an í sam­komu­bann­inu. Nauðsyn­legt er að örva einka­neyslu til að búa til ný störf og verja þau. Öll þau viðskipti sem við eig­um eru til þess fall­in að auka einka­neyslu,“ skrifar Lilja og sýnir og sannar að hún hefur ekki hlustað á  neyðarkall öryrkja. Ekki frekar en Sigurður Ingi, eða Katrín  Jakobsdóttir, eða  Bjarni Benediktsson eða  nokkur annar. Enginn þingmaður og enginn ráðherra hefur svara beiðni formanns Öryrkjabandalagsins um áheyrn.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Við Ríkisútvarpið segir Þuríður Harpa Sigurðardóttir, formaður Öryrkjabandalagsins, að ekki sé ásættanleg í íslensku samfélagi að stjórnvöld varpi ábyrgðinni af því að brauðfæða fatlað og langveikt fólk yfir á hjálparsamtök. Hækka þurfi lífeyrinn til að tryggja öryrkjum mannsæmandi líf. Öryrkjabandalagið telur aðgerðir ríkisstjórnarinnar ná lítið sem ekkert til öryrkja og að enn eigi eftir að bæta þeim niðurskurð í hruninu.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: