Á meðan VG gangast við því að styðja ekki frumvarp dómsmálaráðherra heldur Framsóknarflokkurinn áfram þátttöku sinni í Íslandsmeistaramótinu í feluleik. Þar skákar formaðurinn í því skjóli að geta ekki gefið upp afstöðu sína til útlendingamálsins fyrr en ráðherranefnd um útlendingamál, sem hann á ekki sæti í, er búin að fá sér kaffibolla. Að afloknu kaffispjallinu á stefna ríkisstjórnarinnar í málaflokknum að liggja fyrir, en ekki í því stjórnarfrumvarpi sem nú er til meðferðar.
Svo segir í grein sem Berþór Ólason Miðflokki skrifar í Mogga dagsins. Vel að orði komist hjá þingmanninum.