- Advertisement -

Framsókn er helsti samverkamaður xD við niðurbrot samfélagsins

Gunnar Smári skrifar:

Og það er þvættingur að Framsókn sé miðjan í íslenskum stjórnmálum. Hún er helsti samverkamaður Sjálfstæðisflokksins.

Síðustu þrjátíu ár hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið í ríkisstjórn í 26 ár. Þar af með Framsóknarflokknum í 23 ár. Þessir tveir flokkar hafa rekið stefnu sem er andstæð vilja meirihluta almennings; lækkað skatta á hin ríku, einkavætt fiskimiðin svo þau eru nú eign örfárra auðhringa, lagt niður að mestu félagslegt húsnæðiskerfi, svelt heilbrigðiskerfið og aðra opinbera þjónustu og innleitt þar gjaldtöku og aukið skattpíningu á fólk með millitekjur og lægstu tekjur.

Á þessu þrjátíu ára tímabili jókst landsframleiðsla á mann um 51%. Á þrjátíu árunum á undan jókst landsframleiðsla á mann um 163%.

Allt tal um að sú stefna sem sem þessir flokkar reka auki þjóðarhag er þvættingur og það er nú almennt viðurkennt í heiminum. Stefna þessara flokka, stjórnlaust auðmannadekur og niðurbrot þess samfélags sem sósíalísk verkalýðsbarátta byggði upp frá miðbiki síðustu aldar, er vond fyrir almennings, vond fyrir samfélagið og vond fyrir alla nema hin fáu ríku.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Og það er þvættingur að Framsókn sé miðjan í íslenskum stjórnmálum. Hún er helsti samverkamaður Sjálfstæðisflokksins og stefnir nú að því að mynda stjórn með honum og Viðreisn sem verður jafn hægri sinnuð og ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins 1995-2207 og 1913-16.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: