- Advertisement -

Framkvæmdir á Vestfjörðum eru stopp

Drekkhlaðnir trukkar aka með laxaafurðir hvern dag og spæna upp slitlagið og uppbyggingu veganna enda eru þeir alls ekkert gerðir til að bera þá þungu umferð sem um þá fer.
-sme

“…varðandi þessi mál vil ég nefna sérstaklega stöðuna í mínu kjördæmi, Norðvesturkjördæmi. Framkvæmdir á Vestfjörðum eru núna stopp. Malarvegir eru flestir á Vesturlandi og Norðvesturlandi og sumir vegir sem hafa bundið slitlag bera einfaldlega ekki þá umferð sem á þeim er og þeim var breytt í malarvegi aftur. Þetta gerðist í sumar í Dalabyggð og hefur nú að mestu verið lagfært. En það er ljóst að þetta getur gerst aftur,“ sagði Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Framsóknarflokki, á Alþingi.

„Það er ljóst að uppbygging vega í Norðvesturkjördæmi er nauðsynleg og það þarf að gæta að því að það svæði verði ekki undir í samgönguáætlun sem á að koma fram hér í haust. Vegir eru lífæðar samfélaga og þess vegna þarf fólk að geta treyst á það að viðhald og uppbygging þeirra séu á áætlun og að áætlanir standist,“ sagði Lilja Rannveig.

Lilja Rannveig sagði einnig:

Þú gætir haft áhuga á þessum

„Það er ljóst að fyrri samgönguáætlun á að vera enn í gildi.“

„Eins og margir landsmenn tóku eftir er staða vegakerfisins þannig að þó að vegir séu á mörgum stöðum mjög góðir þá er augljóst að þeir eru ekki gerðir fyrir þá þungu umferð, þann fjölda bíla eða þá atvinnuvegi sem þeir bera í dag.“

Drekkhlaðnir trukkar aka með laxaafurðir hvern dag og spæna upp slitlagið og uppbyggingu veganna enda eru þeir alls ekkert gerðir til að bera þá þungu umferð sem um þá fer.

Þarna munar mestu um laxeldið á Vestfjörðum sem er ekið til Keflavíkur hvern dag.  

„Við búum svo vel að því að hafa samgönguáætlun þar sem forgangsröðun þingsins kemur fram hvað varðar framkvæmdir í vegamálum. Samgönguáætlun var lögð fram hér á síðasta löggjafarþingi. Hún kláraðist því miður ekki og við sjáum að það hefur skapað ýmiss konar vandamál. Það er ljóst að fyrri samgönguáætlun á að vera enn í gildi,“ sagði Lilja Rannveig.


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: