Fréttir

Framkoman við þau sem minna mega sín

By Miðjan

November 09, 2022

Úr leiðara Fréttablaðsins í dag, sem Elín Hirst skrifar:

„Það voru einmitt sams konar rök sem Bragi Páll, einn af ræðumönnum á Austurvelli, hélt fram í fyrradag; þessi framkoma íslenskra stjórnvalda gagnvart þeim sem minna mega sín gangi gegn þeim siðferðislegu gildum sem við Íslendingar erum alin upp við.

Bragi Páll vitnaði meðal annars í í Mattheusarguðspjall: „Því hungraður var ég og þér gáfuð mér að drekka, gestur var ég og þér hýstuð mig, nakinn var ég og þér klædduð mig, sjúkur var ég og þér vitjuðuð mín.“ Þetta var einmitt kjarni málsins og eins og talað út úr hjarta mjög margra sem á hann hlýddu.

Bragi Páll sagði í ræðu sinni að hann væri nú enginn fyrirmyndartrúmaður en þessir atburðir hefðu orðið til þess að hann fór að skoða Biblíuna og hvað þar stæði bara til þess að reyna að fá dýpri skilning á hvers vegna hann upplifði það svona sterkt að það sem væri að gerast hér væri ekki rétt og að sér stæði alls ekki á sama sem manneskju.“