- Advertisement -

Framferði Seðlabankastjóra er hneyksli!

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, skrifaði:

Ég verð að lýsa yfir forundrun minni á þessu viðtali við Seðlabankastjóra. Að hugsa sér að embættismaður eins og seðlabankastjóri sé að vitna í trúnaðarsamtöl milli hans og ríkissáttasemjara er með svo miklum ólíkindum að það nær ekki nokkru tali.

Það er hlutverk ríkissáttasemjara á hverjum tíma fyrir sig að vera í sambandi við hinar ýmsu stofnanir þegar kjaraviðræður eru í gangi og það hlýtur að vera lágmarkskrafa að trúnaðarsamtöl sem hann á við aðra t.d. embættismenn rati ekki á forsíður fjölmiðla.

Þetta framferði Seðlabankastjóra er að mínum dómi algert hneyksli!


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: