Róbert Guðfinnsson, athafnamaður á Siglufirði, er ekki par sáttur. Hann segir frambjóðanda Sjálfstæðisflokksins í Fjallabyggð hafa mætt í eitt af fyrirtækjum Róberts og haldið þar „óþverra ræður“ um Róbert.
Róbert skrifar: „Það má velta fyrir sér hvar mörkin séu í hagsmunagæslunni í smábæjum. Eru ekki takmörk fyrir hvað langt menn eiga að ganga? Þannig mætti sérstakur fulltrúi hagsmunafla innan XD í Fjallabyggð á vinnustaði sem mér tilheyra og hélt óþverra ræður um mig og það sem ég stend fyrir. Að mér fjarverandi. Það væri í lagi að svona væri messað yfir mér. Ég er því vanur á oft flókinni vegferð minni í gegnum lífið. Ef að litlar sálir í hagsmunagæslu skilja eftir börnin mín í tárum með orðbragði sínu þá er sennilega kominn tími til að endurhugsa hlutina.“