- Advertisement -

Frændurnir tala út og suður

- Sigurður Ingi Jóhannsson gagnrýnir ríkisstjórnina hart og einkum fyrirkomulag og orræðuna um krónuna.

Sigurður Ingi:
„Það gengur ekki að koma hér upp og fabúlera um þetta.“

„Það hefur ekki farið fram hjá neinum að hæstvirtum fjármálaráðherra og hæstvirtum forsætisráðherra tala út og suður um íslensku krónuna. Að sjálfsögðu er það bæði hollt og gott að menn skiptist á skoðunum um stórt og smátt, en ég hygg að fyrirkomulag gjaldmiðils landsins sé ekki einkamál eins eða tveggja,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, á Alþingi fyrr í dag.

Talar krónuna niður

„Fjármálaráðherra hefur tekið að sér það hlutverk að tala gjaldmiðilinn niður og heggur þar í sama knérunn og fyrrverandi forsætisráðherra gerði á árum áður, 2009–2013, þegar Evrópusambandstrúboðið stóð sem hæst,“ sagði hann ennfremur.

Þú gætir haft áhuga á þessum

Ríkisstjórnin gerir góða hluti

Benedikt Jóhanneson svaraði Sigurði Inga og sagði ríkisstjórnarnina vera að vinna góða hluti. „Þar erum við að skoða leiðir til þess að tryggja meiri stöðugleika og við höfum skipað nefnd um framtíðarpeningastefnu þjóðarinnar þar sem m.a. er til skoðunar myntráð. Myntráð byggir vissulega á íslenskri krónu en hún byggir á íslenskri krónu sem er tengd við erlendan gjaldmiðil,“ sagði Benedikt.

Benedikt hafði fleira að segja: „Ég hef hins vegar sagt það óhikað og er þeirrar skoðunar enn að það hefði verið gæfa fyrir íslensk fyrirtæki, fyrir íslenska útflutningsaðila, fyrir ferðaþjónustuna, fyrir tækniþjónustuna, fyrir forritunarfyrirtækin, fyrir sjávarútvegsfyrirtækin, ef við hefðum verið með kerfi þar sem gengi evrunnar hefði haldist í 130 krónur eins og það var við upphaf kosningabaráttunnar í haust.“

Ekki nóg að fabúlera

„Fjármálaráðherra verður að koma hér upp og svara því hvort ríkisstjórnin sé að framfylgja stefnu og áhugamálum hans og hans flokks eða þeirri stefnu sem snýr að því sem hæstvirtur forsætisráðherra hefur sagt, að krónan sé framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. Það gengur ekki að koma hér upp og fabúlera um þetta,“ sagði Sigurður Ingi.

-sme


Auglýsing

Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: