- Advertisement -

Frá tíð Davíðs og Ólafs Ragnars

„Haustið 2004 koma bankarnir inn á íbúðalánamarkaðinn og smátt og smátt skýtur hugmyndin um alþjóðlega fjármálamiðstöð á Íslandi rótum. Forystumenn banka og herra Ólafur Ragnar Grímsson, þá forseti Íslands, töluðu upp miklar væntingar í þessa veru. Taldi forsetinn einstaka eiginleika íslensku þjóðarinnar skapa henni mikil sóknarfæri í fjármálastarfsemi. Með bankahruninu 2008 urðu viðmiðaskipti í væntingum. Ólafur Ragnar ræddi í Icesave-deilunni um hólmgöngu alþýðu gegn fjármálaöflunum og horft var til ríkisvaldsins um aðgerðir, ekki síst til að bregðast við skuldavanda heimila,“ skrifar Baldur Arnarson, blaðamaður á Mogganum í fylgiblaðið Tímamót.

Þarna tapaði Íbúðalánasjóður tvö hundruð, eða jafnvel þrjú hundruð, milljörðum. Alþingi hafi ekki þekkingu til að girða fyrir „fall“ Íbúðalánasjóðs.

„Þegar aðgerðir létu á sér standa birtist það í falli væntingavísitölunnar haustið 2010 en þá mótmæltu þúsundir Íslendinga meintu aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar í þessum efnum,“ skrifar Baldur Arnarson.


Tengdar fréttir sem þú gætir haft áhuga á að lesa: