Greip þetta upp af Facebook. Það er Katrín Oddsdóttir sem skrifar:
Að mínu mati eru Páll Rúnar M. Kristjánsson og Bjarni Már Magnússon framúrskarandi lögfræðingar.Þeir benda á að það sé mögulega brot á jafnræðisreglu fólgið í því að greiða um 130% lægri laun fyrir dómgæslu í kvennaleikjum en karlaleikjum í fótbolta.
Hvað gerist? Jú, formaður KSÍ neitar að tjá sig um málið (!) og svo kemur yfirlýsing á vef sambandsins sem inniheldur meðal annars þessari gallsúru málsgrein:
“Á leikjum í flokki 1 er meiri ákefð og meiri grimmd, meiri harka í samskiptum og meira andlegt álag vegna áreitis frá leikmönnum, þjálfurum og öðrum aðstandendum liðanna, svo ekki sé minnst á þátt áhorfenda og þeirrar rýni á störf dómara sem fram fer í fjölmiðlum. Allt er þetta eðlilegur og sjálfsagður hluti af leiknum og því er einnig eðlilegt og sjálfsagt að tekið sé tillit til allra þessara þátta við mat á erfiðleikastigi leiksins.”
Er grimmd og áreiti frá leikmönnum í alvöru eitthvað sem KSÍ álítur “eðlilegan og sjálfsagðan hluta af leiknum” og þá bara þegar það kemur að karlkyns spilurum?
Af hverju fá þá ekki dómarar í sakamálum hærri laun en kollegar þeirra í einkamálum fyrir íslenskum dómstólum? Það er jú meiri grimmd sem einkennir brotin sem dæmt er fyrir og mögulega meira áreiti frá sakborningum.
Mikið vona ég að einhver láti reyna á þennan galna mismun í launum og KSÍ útskýri fyrir okkur sem eigum börn á æfingaaldri hvernig grimmd og áreiti er eðlilegur hluti af fótbolta annars kynsins en ekki hins.