Neytendur „Afnám tolla af fatnaði og skóm á að skila þrettán prósent meðallækkun verðs til neytenda á þeim vörum sem áður báru tollinn. En þetta er ekki svona einfalt. Þegar skoðað er hlutfall þeirra vara í flokknum sem bera toll kemur í ljós að það eru aðeins 60% þeirra vara sem fluttar eru til landsins sem bera toll. Miðað við það hlutfall ætti afnámið að skila 7,8 próent lækkun á liðnum fatnaður og skór í vísitölu neysluverðs.“ Þetta segir á heimasíðu Alþýðusambands Íslands.
Sjá nánar hér.