Fréttir

Föt hækkuðu í verði í desember

By Miðjan

December 28, 2015

Neytendur Frá árinu 2010 hafa föt ávallt lækkað í verði í desember, þar til nú, þegar þau hækkuðu í verði um 0,4 prósent. Það hefur áhrif á vísitölu neysluverðs til hækkunar um 0,02 prósent.

Greiningardeild Íslandsbanka segir orðrétt: „Framundan er afnám á 15 prósenta vörugjöldum á föt og skó sem innflutt er frá löndum utan EES-svæðisins. Í fyrra voru skýr merki um verðlækkun á raftækjum í aðdraganda afnáms vörugjalda á innflutning þeirra fyrir síðustu áramót. Þótt einhverjar búðir hafi auglýst afslátt á fötum í aðdraganda afnáms vörugjalda nú virðast áhrif þess tiltölulega lítil á heildina litið ef horft er til þróunar þessa liðar í VNV. Gætu áhrifin af vörugjaldabreytingunni sjálfri því orðið sterkari á fyrsta fjórðungi næsta árs.“